Tapið mikil vonbrigði

Skýrsla um fjárfestingar lífeyrissjóðanna fyrir hrun.
Skýrsla um fjárfestingar lífeyrissjóðanna fyrir hrun. mbl.is/Gúna

Það veld­ur mikl­um von­brigðum hversu mikl­ir fjár­mun­ir glötuðust hjá líf­eyr­is­sjóðunum vegna þess kerf­is­hruns sem átti sér stað árið 2008, seg­ir í álykt­un stjórn­ar Lands­sam­bands ís­lenzkra verzl­un­ar­manna. „Þrátt fyr­ir þetta mikla tap hafa sjóðirn­ir staðið af sér mesta efna­hags­lega áfall sem dunið hef­ur yfir frá því að líf­eyr­is­sjóðakerfið var stofn­sett og bend­ir flest til þess að al­mennu sjóðirn­ir muni á kom­andi árum geta rétt stöðu sína við og staðið und­ir þeim skuld­bind­ing­um sem á þeim hvíla,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Seg­ir stjórn­in að eitt það al­var­leg­asta sem skýrsla út­tekt­ar­nefnd­ar­inn­ar varpi skýr­ara ljósi á sé sá „hróp­andi mis­mun­ur sem lands­menn búa við, eft­ir því hvort iðgjöld þeirra renna í hina op­in­beru líf­eyr­is­sjóði eða hina al­mennu“.

Þá seg­ir í álykt­un­inni: „Það er óþolandi að þegar sjóðfé­lag­ar al­mennu sjóðanna hafa tekið á sig skerðingu rétt­inda, skuli þeir á sama tíma standa frammi fyr­ir auk­inni skatt­byrði til þess að hægt sé að viðhalda óbreyttu rétt­inda­kerfi op­in­beru sjóðanna.“

Í yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar frá 5. maí 2011 er því heitið að vinna að jöfn­um rétt­ind­um sjóðfé­laga í land­inu. „Þá vinnu verður að hefja nú þegar, ekki síst í ljósi þeirr­ar mis­mun­un­ar sem skýrsla út­tekt­ar­nefnd­ar­inn­ar und­ir­strik­ar með óyggj­andi hætti.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert