Tillaga sem Pétur H. Blöndal alþingismaður flutti í haust um að sjóðsfélagar í lífeyrissjóðunum kysu stjórnir lífeyrissjóðanna beinni kosningu var kolfelld á Alþingi í haust. Aðeins einn þingmaður studdi tillöguna, þ.e. Pétur sjálfur.
Tillaga Péturs gerir ráð fyrir að stjórnir lífeyrissjóða verði kosnar beint á aðalfundi eða með almennri leynilegri póstatkvæðagreiðslu fyrir ársfund. Tillagan var felld með 27 atkvæðum gegn einu. 14 þingmenn sátu hjá.
Pétur hefur áður reynt að fá þessa breytingu í samþykkta á Alþingi. Hann hefur enn einu sinni lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um lífeyrissjóði. Sjö þingmenn standa með honum að tillögunni.
Í niðurstöðukafla nefndarinnar sem rannsakaði lífeyrissjóðina segir: „Úttektarnefndin leggur til að lífeyrissjóðir á almennum markaði og opinberum móti sér þá stefnu að einn eða fleiri stjórnarmenn séu kosnir beinni kosningu á ársfundi lífeyrissjóðsins. Fimm árum héðan í frá verði reynslan af þessu fyrirkomulagi.“