Evróvisjón í skugga kúgunar?

Margir hafa áhyggjur af stöðu mannréttindamála í Aserbaídsjan.
Margir hafa áhyggjur af stöðu mannréttindamála í Aserbaídsjan. www,mbl.is

Senn líður að hinni ár­legu Evr­óvi­sjón­keppni. Nokk­ur styr stend­ur um keppn­ina í ár, sem verður hald­in í Aser­baíd­sj­an, en þar þykir pott­ur víða brot­inn í mann­rétt­inda­mál­um. Mann­rétt­inda­sam­tök segja tján­ing­ar- og fé­laga­frelsi tak­markað og sam­kyn­hneigðir Aser­ar sæta áreitni lög­reglu og stjórn­valda.

Aser­baíd­sj­an er ekki í frétt­um hér á landi á hverj­um degi, en söngv­akeppn­in hef­ur beint at­hygli Evr­ópuþjóða að mann­rétt­inda­brot­um og kúg­un rík­is­stjórn­ar Aser­baíd­sj­ans sem hef­ur notað stór­aukn­ar ol­íu­tekj­ur sín­ar til að herða tök­in á land­inu. En hvar er Aser­baíd­sj­an, eig­um við að láta mann­rétt­inda­brot hafa áhrif á þátt­töku okk­ar í keppni á borð við Evr­óvi­sjón og í hverju fel­ast þessi brot?

Auðugt að olíu og fyrr­ver­andi sov­ét­lýðveldi

Aser­baíd­sj­an var áður eitt af lýðveld­um Sov­ét­ríkj­anna, en hlaut sjálf­stæði árið 1991 þegar þau liðuðust í sund­ur. Landið er í suðaust­ur­hluta Kák­a­sus­fjalla, við Kaspía­haf á mörk­um Evr­ópu og Asíu og á landa­mæri að Íran, Armen­íu, Georgíu og Rússlandi. Nokk­urn tíma hef­ur tekið fyr­ir landið að rétta úr kútn­um eft­ir sov­ét­stjórn­ina, en und­an­far­in ár hafa orðið mikl­ar efna­hags­fram­far­ir í land­inu og Alþjóðabank­inn út­nefndi það sem það land sem hefði tekið mest­um efna­hags­fram­förum árið 2008.

Íbúar Aser­baíd­sj­ans eru rúm­ar níu millj­ón­ir og flest­ir þeirra mús­lím­ar. Landið háði stríð við Armen­íu um héraðið Nagorno-Kara­bak eft­ir hrun Sov­ét­ríkj­anna og um 30.000 manns lágu í valn­um. For­seti lands­ins heit­ir Ilham Aliyev og hef­ur hann verið í embætti frá ár­inu 2003. Hann tók við af föður sín­um, sem var for­seti næstu tíu árin á und­an. Þegar Aliyev var kos­inn sögðu full­trú­ar Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un­ar Evr­ópu, ÖSE, að kosn­ing­arn­ar hefðu síður en svo verið lýðræðis­leg­ar. Nokkuð var um mót­mæli í land­inu í kjöl­far kosn­ing­anna og beitti lög­regla þá valdi til að kveða þau niður.

Aser­baíd­sj­an er auðugt að olíu og sömdu ráðamenn lands­ins við ol­í­uris­ann BP um að leggja olíu­leiðslu frá Kaspía­hafi til Evr­ópu­ríkja. Mik­ill hag­vöxt­ur hef­ur því verið í Aser­baíd­sj­an síðustu árin. 

Um leið og ljóst var að Aser­ar hefðu borið sig­ur úr být­um í Evr­óvi­sjón heyrðust gagn­rýn­isradd­ir um að keppn­in skyldi hald­in í landi, þar sem ástand mann­rétt­inda­mála er svo bág­borið. Ekki dró úr gagn­rýn­is­rödd­un­um þegar fregn­ir bár­ust af því að íbú­ar borg­ar­inn­ar Bakú hefðu þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín til að rýma svæði fyr­ir Krist­als­höll­ina, sem á að hýsa keppn­ina. Fólk­inu voru boðnar bæt­ur fyr­ir hús sín, en þær munu ekki duga til að koma öðru þaki yfir höfuðið.

Ógeðslegt að vera glamúrös í Krist­als­höll

Tón­list­armaður­inn Páll Óskar Hjálm­týs­son er einn þeirra sem hef­ur tjáð sig um ástand mann­rétt­inda­mála í Aser­baíd­sj­an. „Afstaða mín er ein­föld. Ísland á að draga sig útúr Eurovisi­on keppn­inni í Bakú í Aser­baíd­sj­an. Mann­rétt­indi í fyrsta sæti - Eurovisi­on í öðru sæti. Það er gam­an að vera glamúrös - en það er ógeðsleg til­hugs­un að vera glamúrös í Krist­als­höll sem er byggð á jafn ljót­um grunni og með jafn viðbjóðslegri for­sögu,“ seg­ir Páll Óskar á Face­booksíðu sinni.

Páll Magnús­son út­varps­stjóri var spurður í síðdeg­isút­varpi Rás­ar tvö í dag hvort hann hygðist af­lýsa þátt­töku Íslands í keppn­inni. Þar sagðist Páll ekki hafa tekið neina ákvörðun um það, en benti á að ef Evr­óvi­sjón væri ekki hald­in í land­inu, þá hefði aldrei verið vak­in jafn mik­il at­hygli á stöðu mann­rétt­inda­mála.

Páll Óskar skoraði þar á Páll Magnús­son að af­lýsa þátt­töku Íslands í keppn­inni. 

Hafa áhyggj­ur af tján­ing­ar­frelsi og fé­laga­frelsi

Landið er álitið á meðal spillt­ustu ríkja heims og er í 143. sæti á lista yfir þau lönd þar sem gagn­sæi er mest í stjórn­ar­hátt­um. Landið þykir því meðal spillt­ustu ríkja heims, þar sem stjórn­ar­hætt­ir eru ógagn­særri en í Úganda, Íran, Sýr­landi og Pak­ist­an, svo dæmi séu tek­in.

„Helstu áhyggju­efni Am­nesty varðandi Aser­baíd­sj­an varða tján­ing­ar­frelsi og fé­laga­frelsi,“ seg­ir Jó­hanna K. Eyj­ólfs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Am­nesty á Íslandi. „Fólk á á hættu að vera varpað í fang­elsi ef það gagn­rýn­ir yf­ir­völd.“ Jó­hanna nefn­ir sem dæmi að sam­tök­in séu nú að vinna fyr­ir 16 sam­viskufanga, sem voru hand­tekn­ir vegna mót­mæla fyr­ir tæpu ári.

Þá gengu hundruð mót­mæl­enda um göt­ur höfuðborg­ar­inn­ar Bakú í mars og apríl 2011 og kröfðust lýðræðis­legra um­bóta og auk­inn­ar virðing­ar við mann­rétt­indi. Yf­ir­völd svöruðu með því að banna mót­mæli og áreita og hand­taka blogg­ara og bar­áttu­fólk.

„Það er til dæm­is mjög erfitt að fá að skrá óháð fé­laga­sam­tök í Aser­baíd­sj­an og sömu­leiðis erfitt fyr­ir trú­ar­hópa að fá að skrá sig. Það er mikið eft­ir­lit með fé­laga­sam­tök­um í land­inu,“ seg­ir Jó­hanna.

Hún seg­ir að núna í aðdrag­anda Evr­óvi­sjón hafi verið sett í gang her­ferð í land­inu við að fegra höfuðborg­ina Bakú. Íbúðar­hús hafi verið rif­in, meðal ann­ars til að rýma fyr­ir glæsi­höll sem byggð er til að hægt verði að halda keppn­ina og dæmi um að fólk hafi verið borið út af heim­il­um sín­um. „Það skýt­ur skökku við að þeir séu að byggja glæsi­höll til að leyfa rödd­um Evr­ópu að hljóma, en kæfa radd­ir eig­in borg­ara,“ seg­ir Jó­hanna.

Dreg­ur at­hygli að mann­rétt­inda­mál­um

Yf­ir­völd í Aser­bajd­sj­an eru staðráðin í að bæta ímynd sína með því að halda risa­vax­inn skemmtiviðburð á borð við Evr­óvi­sjón. „En þau átta sig ekki á því að keppn­in dreg­ur at­hygli að stöðu mann­rétt­inda­mála í land­inu,“ seg­ir Gi­orgi Gogia, sem starfar með mann­rétt­inda­sam­tök­un­um Hum­an Rights Watch, í sam­tali við AFP-frétta­stof­una.

„Þessi viðburður mun hafa mjög já­kvæð áhrif á hug­mynd­ir fólks um landið,“ sagði Abulfas Garayev, menn­ing­ar- og ferðamálaráherra lands­ins, við AFP-frétta­stof­una. Yf­ir­völd neita því að hafa borið fólk af heim­il­um sín­um til að rýma fyr­ir Krist­als­höll­inni. Þau segja að fram­kvæmd­irn­ar hefðu hvort sem er verið fyr­ir­hugaðar og að þær teng­ist Evr­óvi­sjón ekki neitt.

Sam­kyn­hneigðir sæta of­sókn­um og eru þaggaðir niður

Sam­tök sam­kyn­hneigðra hafa áhyggj­ur af mann­rétt­inda­brot­um gegn homm­um og lesb­í­um í Aser­baíd­sj­an. „Staða sam­kyn­hneigðra er mjög bág­bor­in víða í Aust­ur-Evr­ópu,“ seg­ir Árni Grét­ar Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna '78. „Þetta er lík­lega búið að vera svona lengi, en núna fær Aser­baíd­sj­an kast­ljósið á sig vegna Evr­óvi­sjón og þess vegna verður þetta allt í einu svona op­in­bert. Ann­ars held ég að al­menn staða mann­rétt­inda­mála sé víða mjög slæm í lönd­um í þess­um heims­hluta, ekki bara þarna, því miður.“

Að sögn Árna eru að öll­um lík­ind­um eng­in op­in­ber sam­tök hinseg­in fólks í Aser­baíd­sj­an. Þar sé mik­il þögg­un og sam­kyn­hneigð ekki viður­kennd. „Þetta er talið með frjáls­lynd­ustu mús­líma­lönd­un­um, en samt er fólk í fel­um með þetta. En það er ekki ólög­legt að vera hinseg­in, það var tekið út árið 2001. “

Árni seg­ir að sam­kyn­hneigðir Aser­ar verði fyr­ir of­beldi og áreiti af hendi lög­reglu og yf­ir­valda. Hann seg­ir þetta að mörgu leyti sér­stætt fyr­ir Evr­ópu­land, en að vísu sé ástandið víða erfitt í mörg­um lönd­um Aust­ur-Evr­ópu og fyrr­ver­andi aust­antjalds­lönd­um, þar sem tján­ing­ar­frelsi hinseg­in fólks sé tak­markað og því meinað að halda hinseg­in göng­ur.

Hann seg­ir í ljósi þessa an­kanna­legt að yf­ir­völd í Aser­baíd­sj­an skuli hafa séð sér­staka ástæðu til að taka fram að sam­kyn­hneigðir þyrftu ekki að ótt­ast um sinn hag ef þeir kæmu til lands­ins til að fylgj­ast með Evr­óvi­sjón. „En það er tekið fram að þetta gildi bara um gesti lands­ins, ekki heima­fólk,“ seg­ir Árni.

Frá Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan.
Frá Bakú, höfuðborg Aser­baíd­sj­an. www .eurovisi­on.tv
Frá Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan.
Frá Bakú, höfuðborg Aser­baíd­sj­an. www .eurovisi­on.tv
Merki Evróvisjón 2012.
Merki Evr­óvi­sjón 2012. www .eurovisi­on.tv
Bygging Kristalshallarinnar umdeildu.
Bygg­ing Krist­als­hall­ar­inn­ar um­deildu. www .eurovisi­on.tv
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert