Skýrsla sem lífeyrissjóðirnir létu sjálfir gera sýnir að tap lífeyrissjóðanna var verulegt og augljóst er að það þarf að fara málefnalega og af yfirvegun yfir starfsemi þeirra og starfsumhverfi, segir Guðlaugur Þór Þórðarson alþm. í grein í Morgunblaðinu í dag.
Áhugaverðast hefur þó verið að fylgjast með skrifum formanns ASÍ sem hefur gagnrýnt skýrsluna harðlega. Þó er ekki að finna í málflutningi Gylfa að að stærsta einstaka ástæðan fyrir ávöxtun lífeyrissjóðanna eftir bankahrun er verðtryggingin, segir Guðlaugur Þór, en grein hans má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag.