Hallast að ökklaböndum til að fylgjast með föngum

Ökklaband sem Örryggismiðstöðin flytur inn.
Ökklaband sem Örryggismiðstöðin flytur inn. mbl.is/Árni Sæberg

Fang­els­is­mála­stofn­un er nú að skoða ít­ar­lega þann mögu­leika að not­ast við ökkla­bönd til að hafa ra­f­rænt eft­ir­lit með föng­um sem eru að ljúka afplán­un. Áður hafði stofn­un­in talið lík­leg­ast að not­ast yrði við farsíma með mynda­vél og gps-staðsetn­ing­ar­búnaði.

Í um­fjöll­un um mál þessi í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Páll E. Win­kel, for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­un­ar, að ekki hafi verið ákveðið hvor kost­ur­inn verði fyr­ir val­inu en verið sé að skoða ít­ar­lega kosti og galla ökkla­band­anna. Starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar, m.a. hann sjálf­ur, hafi prófað ökkla­bönd­in og það ætti að skýr­ast í vik­unni hvort þau verði fyr­ir val­inu.

Fang­els­is­mála­stofn­un get­ur leyft fanga sem hef­ur verið dæmd­ur í meira en 12 mánaða óskil­orðsbundna refs­ingu til að afplána hluta henn­ar und­ir ra­f­rænu eft­ir­liti. Fang­ar þurfa að upp­fylla til­tek­in skil­yrði til að geta afplánað und­ir ra­f­rænu eft­ir­liti og þeir þurfa líka að upp­fylla skil­yrði meðan á ra­f­ræna eft­ir­lit­inu stend­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert