„Kreppan er nefnilega búin“

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Ólína Þorvarðardóttir

„Ísland er ekki leng­ur að kljást við efna­hagskreppu.“ Þetta seg­ir Ólína Þor­varðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í nýj­um pistli á vefsvæði sínu. Ólína tel­ur bat­ann í ís­lensku efna­hags­lífi haf­inn og að það sé bjart­ara framund­an, þrem­ur árum eft­ir efna­hags­hrunið.

„Við get­um ekki bú­ist við því, þrem­ur árum eft­ir hrun, að allt sé fallið í sömu skorður og áður. Hrunið hafði skaða í för með sér, tap sem ekki end­ur­heimt­ist svo glatt, og aldrei að fullu. Þetta tap bera bæði ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki, sam­fé­lagið allt,“ seg­ir Ólína en bæt­ir við að hag­vöxt­ur sé meiri en í OECD lönd­um, ráðstöf­un­ar­tekj­ur séu að hækka, jöfnuður aukast og vænt­inga­vísi­tal­an hækka.

Þá seg­ir Ólína að van­skila­hlut­fall skulda sé svipað og árið 2004, sem hafi þótt gott ár, og að heild­ar­skuld­ir hafi lækkað sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu úr 130% í 110%. „Þetta gef­ur okk­ur von­ir um að hægt verði að koma frek­ar til móts við þá sam­fé­lags­hópa sem verst fóru út úr hrun­inu – en það tek­ur lengri tíma en þrjú ár. En þó að skaðinn hafi ekki verið – og verði sjálfsagt aldrei – bætt­ur til fulls er ólíkt bjart­ara um að lit­ast nú en áður. Krepp­an er nefni­lega búin.“


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert