Miðar hægt en örugglega niður

Tveir Bretar voru sóttir á Vatnajökul í morgun. Þeir eru …
Tveir Bretar voru sóttir á Vatnajökul í morgun. Þeir eru nú á leið niður af jöklinum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. Ljósmynd/Pétur Sörensson

Björgunarleiðangrinum á Vatnajökli miðar hægt en örugglega til byggða með Bretana tvo sem óskuðu eftir aðstoð í morgun. Slæm færð er á svæðinu og veður versnandi.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg nú fyrir skömmu er talið að leiðangurinn eigi a.m.k. klukkutíma eftir niður af jöklinum.

Mennirnir tveir óskuðu í morgun eftir aðstoð, en þeir voru þá á jöklinum í tjaldi sem var orðið brotið og þeir orðnir blautir og hraktir. 15 björgunarsveitarmenn frá Björgunarsveitinni á Höfn fóru til leitar og fundu mennina laust eftir hádegið, en ekkert amaði að þeim. Þeir voru með gervihnattasíma á sér, sem þó var orðinn straumlítill.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert