Óánægja með framsetningu

Leiðrétting á ólögmætum bílalánum er skilgreind sem niðurfærsla á lánum …
Leiðrétting á ólögmætum bílalánum er skilgreind sem niðurfærsla á lánum heimila. Ekki er full sátt um þessa skilgreiningu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eft­ir að Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja settu fram upp­lýs­ing­ar í morg­un um niður­færsl­ur til handa heim­il­um lands­ins hafa komið fram viðbrögð á net­heim­um og óánægja með þá skil­grein­ingu um bíla­lán að þau hafi verið niður­færð.

Í frétta­til­kynn­ing­unni frá því í morg­un er talað um að niður­færsla vegna end­urút­reikn­ings bíla­lána nemi 38,5 millj­örðum króna. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá SFF er hér um að ræða að mestu þau er­lendu bíla­lán sem fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tækj­um var gert, með dómi, að end­ur­reikna vegna ólög­mætra ákvæða í þeim.

Fram hef­ur komið tals­verð gagn­rýni á þessa fram­setn­ingu SFF og telja sum­ir að tæp­lega megi tala um niður­færslu á lán­um í þessu sam­hengi. Hefðu lán­in í upp­hafi verið lög­mæt hefði höfuðstóll þeirra tæp­lega náð þeim hæðum sem raun varð og því væri eðli­legra að tala um leiðrétt­ingu á ólög­mæt­um lán­um, frem­ur en niður­færsl­ur í þágu heim­ila lands­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert