Ríkisstjórnin móti sameiginlega ESB-stefnu

Þinghús ESB í Strasbourg.
Þinghús ESB í Strasbourg. Ljósmynd/JPlogan

Fram kemur í uppkasti að ályktun utanríkismálanefndar þings Evrópusambandsins frá síðastliðnum mánudegi að fulltrúar í nefndinni hefðu áhyggjur af því að ríkisstjórnarflokkarnir hér á landi, Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Samfylkingin, séu ekki samstíga í afstöðu sinni til inngöngu í sambandið. Flokkarnir tveir eru hvattir til þess að „taka upp sameiginlega stefnumörkun vegna aðildar að ESB.“

Í umræðum um skýrslu framkvæmdastjórnar ESB um framvindu umsóknarferlisins fögnuðu fulltrúar í utanríkismálanefndinni almennt góðum árangri ríkisstjórnarinnar á leið sinni til inngöngu í sambandið. Hins vegar kölluðu þeir eftir því að ríkisstjórnin „yki undirbúningi fyrir aðlögun að löggjöf ESB og þá einkum á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær ekki til.“

Frétt Europolitics

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert