Sömdu ekki um afnám neysluhlés

Faglærðir leikskólakennarar eru ekki sáttir við að Reykjavíkurborg ætli að fella niður greiðslur til þeirra fyrir að borða hádegismat sinn ásamt börnunum. Lilja Eyþórsdóttir leikskólastjóri segir að afleysing hafi verið skert, leikskólar hafi verið sameinaðir ásamt því að farið hafi verið út í aðhaldsaðgerðir í stjórnun frá hruni árið 2008.

Leikskólakennarar eru því ósammála að um þetta hafi verið samið í síðustu kjarasamningum og segjast ekki hafa tekið afstöðu til þessa atriðis við atkvæðagreiðslu um samningana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert