Borgin fer yfir dóminn

Ráðhúsið
Ráðhúsið mbl.is / Hjörtur

Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður segir að viðbrögð Reykjavíkurborgar við dómi varðandi kosningaframlag til Frjálslynda flokksins verði ekki ákveðin fyrr en í næstu viku. Eitt af því sem þurfi að ákveða er hvort áfrýja eigi dómnum.

„Það liggur ekki fyrir hvernig við bregðumst við dómnum. Ég hef ekki haft tækifæri til að kynna hann fyrir borgarráði og mun ekki gera það fyrr en í næstu viku. Fyrr en þá mun engin ákvörðun liggja fyrir um framhaldið,“ segir Kristbjörg.

Reykjavíkurborg greiðir lögbundið fjárframlag til stjórnmálasamtaka samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda. Borgin greiddi framlag vegna ársins 2008 inn á reikning Frjálslynda flokksins en framlag ársins 2009 var greitt inn á Borgarmálafélag F-listans sem Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi var í forystu fyrir.

Niðurstaða dómsins er að borginni er gert að greiða framlag ársins 2009, 3,4 milljónir auk vaxta, til Frjálslynda flokksins.

Kristbjörg var spurð hvort borgin gæti sætt sig við að greiða þetta framlag tvisvar, þ.e. bæði til Frjálslynda flokksins og Borgarmálafélagsins. Hún sagði þetta væri eitt af því sem þyrfti að fara yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert