Drög að málefnasamningi kynnt

Bæjarstjórn Kópavogs að störfum.
Bæjarstjórn Kópavogs að störfum. mbl.is/Árni Sæberg

Drög að málefnasamningi og samstarfsyfirlýsingu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Lista Kópavogsbúa um stjórnun bæjarins liggja fyrir. Oddvitar flokkanna sátu á fundi fram eftir kvöldi í gær.

Drögin verða kynnt á fundum fulltrúaráða flokkanna næstu daga. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi framsóknarmanna, sagði við mbl.is í gær að hann mundi kynna samstarfsyfirlýsinguna í fulltrúaráði flokksins í dag.

Kópavogur hefur verið án meirihluta frá því fyrir miðjan janúar að meirihlutasamstarf Samfylkingarinnar, VG, Lista Kópavogsbúa og Næst besta flokksins sprakk vegna ágreinings um vinnubrögð við uppsögn Guðrúnar Pálsdóttur bæjarstjóra. Ekki hafa fengist upplýsingar um verkaskiptingu í þeim viðræðum sem nú standa um nýtt meirihlutasamstarf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert