ESB kallar eftir sameiningu ráðuneyta

Evrópuþingið í Brussel.
Evrópuþingið í Brussel. Reuters

Meðal þess sem kemur fram í tillögu að ályktun utanríkismálanefndar þings Evrópusambandsins sem rædd var á fundi hennar 6. febrúar síðastliðinn er að nefndin leggi áherslu á það við íslensk stjórnvöld að þau haldi áfram vinnu við að sameina ráðuneyti eins og stefnt hafi verið að.

Í tillögunni segir að þrátt fyrir að þing ESB sé meðvitað um þá hæfni og fagmennsku sem sé til staðar í íslenskri stjórnsýslu „fer [þingið] fram á það við íslensku ríkisstjórnina að hún haldi áfram að sameina ráðuneytin samkvæmt áætlun með það heildarmarkmið að bæta stjórnsýslulega getu þeirra og samræmingu sem og að styrkja getu ráðuneytanna til stefnumótunar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert