Fundar með Huang í Kína

Grímsstaðir á Fjöllum. Norðurþing reynir að fá Huang til að …
Grímsstaðir á Fjöllum. Norðurþing reynir að fá Huang til að fjárfesta á svæðinu.

Berg­ur Elías Ágústs­son, bæj­ar­stjóri Norðurþings, og Hall­dór Jó­hanns­son, talsmaður Huang Nubo hér á landi, eru nú á leið til Kína til fund­ar við Huang um fjár­fest­ing­ar í Norðurþingi.

„Þetta eru til­raun­ir okk­ar til að ná þess­ari fjár­fest­ingu inn á þetta svæði og við leggj­um mikið á okk­ur til þess,“ seg­ir Gunn­laug­ur Stef­áns­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Norðurþings. Þar á meðal sé sá mögu­leiki að Norðurþing kaupi Grímsstaði á Fjöll­um með láni frá Huang og leigi hon­um síðan landið áfram.

Þegar spurt er um laga­hlið máls­ins seg­ir Gunn­laug­ur að hún hafi ekki verið skoðuð sér­stak­lega. Hún hljóti hins veg­ar að vera kleif þar sem hér sé rætt um leigu en ekki kaup á landi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert