Gefur eftir kröfu um ópólitískan bæjarstjóra

Fundur í bæjarstjórn Kópavogs. Mynd úr safni.
Fundur í bæjarstjórn Kópavogs. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Til þess að hægt verði að mynda starfhæfan meirihluta í bænum hefur Y-listinn ákveðið að stíga nauðsynlegt skref til sátta og gefa eftir kröfu um ópólitískan bæjarstjóra. Markmiðið er áfram að berjast fyrir siðbót í stjórnsýslunni og mun Y-listinn halda áfram á þeirri braut. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Y-lista Kópavogsbúa. Nýr meirihluti hefur verið myndaður í Kópavogi og ákveðið að Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna verði bæjarstjóri.

„Siðbót í stjórnsýslunni var yfirmarkmið Y-lista Kópavogsbúa fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Ein af átta leiðum sem við kynntum fyrir kjósendum til að ná því markmiði var ráðning ópólitísks bæjarstjóra. Með 10% fylgi og einn bæjarfulltrúa kjörinn náðist það markmið fljótlega eftir kosningar,“ segir í tilkynningunni.

„Frá því í byrjun janúar á þessu ári hefur mikið gengið á í stjórnmálum í Kópavogi. Meirihlutinn sprakk og í kjölfarið hafa allar leiðir verið reyndar við að mynda nýjan meirihluta án árangurs.

 Til þess að hægt verði að mynda starfhæfan meirihluta í bænum hefur Y-listinn ákveðið að stíga nauðsynlegt skref til sátta og gefa eftir kröfu um ópólitískan bæjarstjóra. Markmiðið er áfram að berjast fyrir siðbót í stjórnsýslunni og mun Y-listinn halda áfram á þeirri braut. Krafan sem eftir stendur á verðandi bæjarstjóra er að hann vinni af fagmennsku og óhlutdrægni í öllum sínum ákvarðanatökum og stjórnsýsluháttum.“

Ármann Kr. Ólafsson, sjálfstæðisflokki og Rannveig Ásgeirsdóttir, fulltrúi Y-lista Kópavogsbúa …
Ármann Kr. Ólafsson, sjálfstæðisflokki og Rannveig Ásgeirsdóttir, fulltrúi Y-lista Kópavogsbúa á blaðamannafundi í dag. Morgunblaðið/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert