„Gjörspilltir stjórnmálamenn“ til valda

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason mbl.is/Ómar Óskarsson

Björn Val­ur Gísla­son, þing­flokks­formaður Vinstri grænna, fjall­ar um nýj­an meiri­hluta í Kópa­vogi á vefsvæði sínu í kvöld. Hann seg­ir að gjör­spillt­ir stjórn­mála­menn séu komn­ir aft­ur til valda og ekki þurfi að ótt­ast að þeir láti al­menn­ar leik­regl­ur stöðva sig.

Í pistli sín­um seg­ir Björn Val­ur að siðbót hafi orðið í Kópa­vogi með nýj­um meiri­hluta. „Hún felst í því fjöl­skyldumaður­inn Gunn­ar Birg­is­son og Kópa­vogs­borg­ar­inn Ómar Stef­áns­son voru færðir til valda að nýju af þeim sem sögðust alls ekki vilja hafa þá við stjórn­völ­inn.“ 

Þá seg­ir Björn Val­ur að nú sé ástandið því á nýj­an leik orðið eðli­legt í bæn­um. „Póli­tíska siðbót­in í þessu ágæta sveit­ar­fé­lagi virðist því ann­ar­s­veg­ar fel­ast í því að gjör­spillt­ir stjórn­mála­menn fá aft­ur sín fyrri völd og hins­veg­ar að stutt fjar­vera Fram­sókn­ar- og Sjálf­stæðis­flokks úr meiri­hlut­an­um var aðeins minni­hátt­ar frá­vik frá þeirri meg­in­reglu að þess­ir tveir flokk­ar stjórni því sem þeir vilja.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert