Gróður Landbrots í hættu

Skaftá fór aðeins upp á bakka sína í Landbroti í …
Skaftá fór aðeins upp á bakka sína í Landbroti í fyrradag. mbl.is/Sigurjón Einarsson

Landgræðslan mun grípa til neyðarráðstafana til að reyna að koma í veg fyrir að Skaftá flæði yfir gróðurlendi í Landbroti í næstu flóðum. Farvegur árinnar hefur hækkað undanfarna mánuði vegna framburðar á aur og ösku og er þegar byrjað að flæða inn á jarðir í Landbroti.

„Landgræðslan metur þetta ástand alvarlegt. Við munum grípa til neyðarráðstafana sem við vonum að dugi þegar næsta vatnskast kemur í Skaftá til að verja það mikla gróðurlendi sem er í vari við þessa garða,“ segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri.

Sigurjón Einarsson, eftirlitsmaður Landgræðslunnar, skoðaði aðstæður við Skaftá í gær með Einari Bjarnasyni í Eystri-Dalbæ í Landbroti. Hann segir að flætt hafi inn á gróðurlendið í fyrradag. Jökulvatnið hafi farið aðeins yfir varnargarða og á milli þeirra.

Sigurjón reiknar með að byrjað verði á því að moka efni upp úr farveginum til að hækka bakka og varnargarða. Verið er að fara yfir það hvar brýnast er að vinna en hann telur að hækka þurfi varnir á nokkurra kílómetra kafla. Reiknað er með að byrjað verði á verkinu í dag eða á morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert