Gróður Landbrots í hættu

Skaftá fór aðeins upp á bakka sína í Landbroti í …
Skaftá fór aðeins upp á bakka sína í Landbroti í fyrradag. mbl.is/Sigurjón Einarsson

Land­græðslan mun grípa til neyðarráðstaf­ana til að reyna að koma í veg fyr­ir að Skaftá flæði yfir gróður­lendi í Land­broti í næstu flóðum. Far­veg­ur ár­inn­ar hef­ur hækkað und­an­farna mánuði vegna framb­urðar á aur og ösku og er þegar byrjað að flæða inn á jarðir í Land­broti.

„Land­græðslan met­ur þetta ástand al­var­legt. Við mun­um grípa til neyðarráðstaf­ana sem við von­um að dugi þegar næsta vatns­kast kem­ur í Skaftá til að verja það mikla gróður­lendi sem er í vari við þessa garða,“ seg­ir Sveinn Run­ólfs­son land­græðslu­stjóri.

Sig­ur­jón Ein­ars­son, eft­ir­litsmaður Land­græðslunn­ar, skoðaði aðstæður við Skaftá í gær með Ein­ari Bjarna­syni í Eystri-Dal­bæ í Land­broti. Hann seg­ir að flætt hafi inn á gróður­lendið í fyrra­dag. Jök­ul­vatnið hafi farið aðeins yfir varn­argarða og á milli þeirra.

Sig­ur­jón reikn­ar með að byrjað verði á því að moka efni upp úr far­veg­in­um til að hækka bakka og varn­argarða. Verið er að fara yfir það hvar brýn­ast er að vinna en hann tel­ur að hækka þurfi varn­ir á nokk­urra kíló­metra kafla. Reiknað er með að byrjað verði á verk­inu í dag eða á morg­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka