Jökullinn rýrnaði um þriðjung á tíu árum

Snæfellsjökull Hopar mun hraðar en flestir aðrir jöklar á landinu.
Snæfellsjökull Hopar mun hraðar en flestir aðrir jöklar á landinu. www.mats.is

Nýjar mælingar á Snæfellsjökli leiða í ljós að hann lækkaði að jafnaði um 14 metra á árunum 1999 til 2008, um 1,5 metra að meðaltali á ári. Það samsvarar því að rúmmál hans hafi rýrnað um á að giska þriðjung á þessum árum. Með sama áframhaldi gæti hann horfið innan fáeinna áratuga.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein í nýjasta tölublaði Jökuls, tímarits Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðfræðafélags Íslands.

Samkvæmt íssjármælingu sem var gerð árið 2003 var meðalþykkt Snæfellsjökuls um 30 metrar. Hann hefur því verið öllu þykkari árið 1999, við upphaf viðmiðunartímabilsins.

Í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag segir, að Snæfellsjökull hefur hopað og lækkað frá 1995 en aldrei áður hafa breytingar á yfirborði og rúmmáli verið mældar með jafn nákvæmum hætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert