Laun Jóhönnu Sigurðardóttur hafa hækkað um 217 þúsund krónur á kjörtímabilinu og með starfstengdum greiðslum fær hún 235 þúsund krónum meira fyrir störf sín en í upphafi kjörtímabils. Þetta kemur fram í Fréttatímanum, sem kemur út á morgun.
Þar segir einnig, að öll lækkun launa alþingismanna í ársbyrjun 2009 hafi gengið til baka. Til að mynda hafi laun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur forseta Alþingis hækkað um 144 þúsund krónur frá síðasta sumri.
Þá hafi starfstengdar greiðslur til þingmanna verið hækkaðar um tugi prósenta um áramót og því fái landsbyggðarþingmaður 97 þúsundum meira en hann fékk fyrir hrunið haustið 2008.