Laun forsætisráðherra hækkuðu um 217 þúsund

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Eggert

Laun Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur hafa hækkað um 217 þúsund krón­ur á kjör­tíma­bil­inu og með starfstengd­um greiðslum fær hún 235 þúsund krón­um meira fyr­ir störf sín en í upp­hafi kjör­tíma­bils. Þetta kem­ur fram í Frétta­tím­an­um, sem kem­ur út á morg­un.

Þar seg­ir einnig, að öll lækk­un launa alþing­is­manna í árs­byrj­un 2009 hafi gengið til baka. Til að mynda hafi laun Ögmund­ar Jónas­son­ar inn­an­rík­is­ráðherra og Ástu Ragn­heiðar Jó­hann­es­dótt­ur for­seta Alþing­is hækkað um 144 þúsund krón­ur frá síðasta sumri.

Þá hafi starfstengd­ar greiðslur til þing­manna verið hækkaðar um tugi pró­senta um ára­mót og því fái lands­byggðarþingmaður 97 þúsund­um meira en hann fékk fyr­ir hrunið haustið 2008.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert