Skoða lækkun á gjöldum

Kópavogur
Kópavogur Ómar Óskarsson

Endurskoða á fasteignagjöld á íbúðir og önnur gjöld með lækkun í huga, samkvæmt málefnasamningi nýs meirihluta í Kópavogi. Þó verði ábyrg fjármálastjórnun viðhöfð og áhersla lögð á niðurgreiðslu skulda. Ennfremur á að leggjast í úttekt á stjórnsýslu og fjármálum sveitarfélagsins. Í samningnum segir að tekið sé mið af því að kjörtímabilið er hálfnað.

Þá ætlar nýi meirihlutinn að fjölga félagslegum leiguíbúðum, en eftirspurn eftir þeim hefur vaxið á undanförnum árum, og reyna styðja við þá sem njóta fjárhagsaðstoðar, til aukinnar virkni.

Einnig er sett á oddinn að ljúka vinnu við nýtt aðalskipulag, og á því að vera lokið fyrir árið 2013. Jafnframt á að breyta skipulagi á Glaðheimareitnum og á söluferli á hefjast sem fyrst á hluta eða öllu svæðinu. Meirihlutinn hyggst einnig leita allra leiða til að framkvæmdir geti hafist við gerð Arnarnesvegar, en framkvæmdum við hann hefur verið frestað og er hann á samgönguáætlun.

Átak verður gert í fegrun og snyrtingu bæjarins, og stefnt er að því að fyrirtæki haldi áfram að bæta umhverfi sitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert