Sviðið fauk í hávaðaroki

Sviðið fauk á hliðina í hávaðaroki.
Sviðið fauk á hliðina í hávaðaroki. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Vetrarhátíð var sett við Hallgrímskirkju í kvöld en ekki vildi betur til en svo að sviðið fauk á hliðina í rokinu. Flestir áhorfendur voru farnir og enginn var á sviðinu eða í námunda við það þegar það fauk, að sögn Þórðar Arnars Þórðarsonar, sem var á staðnum og náði mynd af sviðinu að fjúka.

Hvasst hefur verið í höfuðborginni nú í kvöld. Fjöldi manns var saman kominn í miðbænum að taka þátt í opnun Vetrarhátíðar en þegar óhappið átti sér stað hafði fólkið fært sig inn í Hallgrímskirkju þar sem fluttur var gjörningur.

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, setti hátíðina fyrr í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert