Vissara að vera hóflega bjartsýnn

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, er nú staddur í …
Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, er nú staddur í Bretlandi. mbl.is/Ómar

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra fór yfir stöðuna í mak­ríl­deil­unni með sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Bret­lands á fundi í Lúnd­un­um í gær. „Ég skynjaði al­veg sama áhuga á því að ná sam­komu­lagi eins ég hef gert í Brus­sel og víðar. En að sama skapi þá viður­kenna menn það að þetta er dá­lítið flókið og ber mikið í milli.“

Stein­grím­ur seg­ir í sam­tali við mbl.is að fund­ur­inn með Rich­ard Benyon hafi verið góður og gagn­leg­ur. Margt bar á góma, m.a. mál­efni mak­ríls­ins, og var farið yfir stöðuna

„Auðvitað binda menn von­ir við að ein­hver ár­ang­ur ná­ist á fund­un­um í Reykja­vík í næstu viku. En það er viss­ara að vera hóf­lega bjart­sýnn því það ber mikið í milli ennþá,“ Stein­grím­ur.

All­ir verða að leggja eitt­hvað af mörk­um

Síðasta fundi Íslands, Fær­eyja, Nor­egs og Evr­ópu­sam­bands­ins um mak­ríl­veiðar lauk í 27. janú­ar sl. án niður­stöðu. Þar var hins veg­ar ákveðið að halda viðræðum áfram í Reykja­vík 14.-17. fe­brú­ar nk. Rúss­ar höfðu stöðu áheyrn­araðila á fund­in­um, sem fram fór í Björg­vin í Nor­egi.

Stein­grím­ur bend­ir á að mak­rílviðræðurn­ar séu marg­hliða og verið sé að tak­ast á um ríka hags­muni. „Það verða all­ir að hafa vilja til að mæta við borðið og leggja eitt­hvað af mörk­um ef þetta á að nást sam­an.“

Þá seg­ir hann að á fund­in­um í næstu viku verði gerð úr­slita­tilraun til að ná ár­angri áður en mak­ríl­veiðitíma­bilið hefst.

Þýðir ekki að hanga í sögu­leg­um kvót­um

Þá seg­ir Stein­grím­ur að ráðherr­arn­ir hafi fundað um mik­il­vægi sjáv­ar­út­vegsviðskipta Breta og Íslend­inga. Einnig hafi verið rætt um mál sem beri efst í tví­hliða sam­skipt­um ríkj­anna og fisk­veiðimál­um al­mennt.

„Við rædd­um þetta sam­starf sjáv­ar­út­vegsþjóða við norðan­vert Atlants­hafið og mik­il­vægi þess að menn vinni sam­an og séu meðvitaðir um þær breyt­ing­ar sem verið er að tak­ast á við. Ég fór yfir og út­skýrði hvernig göngu­mynst­ur mak­ríls­ins hef­ur verið að þró­ast og hvaða áhrif þetta hefði inn í okk­ar líf­ríki, og þær breyt­ing­ar sem við vær­um áð sjá á grund­velli loft­lags­breyt­ing­anna. Þetta væru hlut­ir sem menn yrðu að finna leiðir til að tak­ast á við. Það þýddi ekki að hanga í ein­hverj­um göml­um sögu­leg­um kvót­um, sögu­leg­um viðmiðum þegar líf­ríkið væri að breyt­ast. Menn yrðu að geta tek­ist á við það,“ seg­ir Stein­grím­ur.

Þá heim­sótti Stein­grím­ur nokk­ur fyr­ir­tæki á Hum­ber­svæðinu í gær og átti fund með bresk- ís­lenska versl­un­ar­ráðinu. Þá var hann viðstadd­ur opn­un fisk­mark­arðar í Grims­by en mik­il hátíðar­höld voru í til­efni opn­un­ar­inn­ar.

„Þeir hafa fjár­fest hér mjög mynd­ar­lega í al­gjörri end­ur­bygg­ingu markaðar­ins í Grims­by. Hann er orðinn al­veg tipp topp, ný­tísku­leg­ur og mjög tækni­vædd­ur og flott­ur markaður. Auðvitað leggja þeir gríðarlega áherslu á mik­il­vægi viðskipt­anna við Ísland,“ seg­ir Stein­grím­ur.

Stein­grím­ur er vænt­an­leg­ur til lands­ins í kvöld.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert