Fréttamanni hótað málsókn 20 sinnum

Svavar Halldórsson í Héraðsdómi Reykjaness í nóvember sl. ásamt Þóru …
Svavar Halldórsson í Héraðsdómi Reykjaness í nóvember sl. ásamt Þóru Arnórsdóttur, eiginkonu sinni og fréttamanni. mbl.is/Sigurgeir

Svavar Hall­dórs­son, fréttamaður á RÚV, hef­ur fengið tugi hót­ana frá út­rás­ar­vík­ing­um og lög­mönn­um þeirra um mál­sókn, ým­ist með tölvu­bréf­um eða sím­skeyt­um.

Í um­fjöll­un um þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir, að Svavari reikn­ast til að form­leg­ar hót­an­ir séu lík­lega um 20 tals­ins. Nú hef­ur Jón Ásgeir Jó­hann­es­son áfrýjað til Hæsta­rétt­ar dómi Héraðsdóms Reykja­ness frá í nóv­em­ber sl. þegar Svavar var sýknaður af kröfu Jóns um meiðyrði.

Krafðist Jón Ásgeir þess að um­mæli í frétt Svavars frá 6. des­em­ber 2010, um svo­nefnda Panama-fléttu þeirra Jóns, Pálma Har­alds­son­ar í Fons og Hann­es­ar Smára­son­ar, yrðu dæmd dauð og ómerk. Héraðsdóm­ur féllst ekki á þá kröfu og var Jóni Ásgeiri gert að greiða Svavari eina millj­ón króna í máls­kostnað. Krafðist Jón greiðslu á 3 millj­ón­um í miska­bæt­ur. Þess má geta að Pálmi hætti við mál­sókn út af sömu frétt Svavars.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert