Störf lögmanna eru mikið í umræðunni. Skal engan undra þegar litið er til mála sem þeir sinna. Þar á meðal eru fyrirferðarmikil verjendastörf fyrir menn sem sakaðir eru um refsiverða háttsemi, segir Jónas Þór Guðmundsson, hrl. og varaformaður Lögmannafélags Íslands, í grein í Morgunblaðinu.
Jónas segir að því miður sé það orðið æ algengara í opinberri umræðu að amast sé við sjónarmiðum lögmanna um grundvallarreglur réttlátrar málsmeðferðar. Dæmi um slíkt finnast ekki síst á netinu, en einnig í öðrum frétta- og umræðumiðlum.
„Ástæða er til þess að hvetja jafnt almenning, fjölmiðlamenn sem og stjórnmálamenn til þess að hafa ofangreint í huga og taka höndum saman við lögmannastéttina um að efla virðingu fyrir grund8 vallarreglum réttarríkisins sem þjóðfélag okkar er reist á og við eigum öll svo mikið undir þegar á reynir", segir Jónas Þór en lesa má grein hans í heild í blaðinu í dag.