Meirihluti landsmanna vill að þing verði leyst upp og boðað verði til alþingiskosninga í vor. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Um 20% þeirra sem styðja ríkisstjórnina vilja kosningar.
Hringt var í átta hundruð manns sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá dagana 8. og 9. febrúar.
Spurt var: Á að leysa upp þing og boða til alþingiskosninga í vor og tóku 86 prósent afstöðu til spurningarinnar.
Í heild sögðust 56 prósent svarenda já og 44 prósent sögðu nei. Hlutfallið er það sama hjá bæði konum og körlum.