Skjálftavirkni hefur verið suðaustur af Húsafelli í kvöld. Nokkrir skjálftar hafa mælst þar frá klukkan 18.45, þeir stærstu 1,9 stig. Stærsti jarðskjálfti dagsins mældist hins vegar 2,5 stig, 20 km norðaustur af Siglufirði.
Á vefsvæði Veðurstofu Íslands má sjá að jarðskjálftar hafa mælst víða um land, og við landið, í dag. Þannig mældist skjálfti upp á 2,2 stig 73 km austnorðaustur af Kolbeinsey snemma í dag, þá mældist skjálfti upp á 1,6 stig í Mýrdalsjökli og svo skjálftarnir í kvöld sem voru 10til 17 km suðaustur af Húsafelli.