Samstaða með 21% fylgi

Samstaða er nýtt framboð undir forystu Lilju Mósesdóttur.
Samstaða er nýtt framboð undir forystu Lilju Mósesdóttur. Mbl.is/Ómar Óskarsson

Fimmtungur þeirra sem taka afstöðu í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö myndi kjósa Samstöðu, nýtt framboð undir forystu Lilju Mósesdóttur, yrði gengið til kosninga nú. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag.

Tæpur þriðjungur aðspurðra sagðist mundu gefa nýjum framboðum atkvæði sitt. Fylgi Samfylkingarinnar og Vinstri grænna dregst verulega saman og ná stjórnarflokkarnir um fimmtungi atkvæða samanlagt.

Taka þarf niðurstöðunum með fyrirvara þar sem aðeins 53% tóku afstöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka