Skart stöðvað á leið úr landi

00:00
00:00

Full­trú­ar safnaráðs komu í dag í veg fyr­ir að ís­lenskt bún­inga­skart úr silfri væri flutt úr landi. Breska skart­gripa­fyr­ir­tækið P&H Jewell­ers hafði keypt skartið í þeim til­gangi að bræða það. Að sögn Mar­grét­ar Hall­gríms­dótt­ir, for­manns Safnaráðs, býr skartið yfir menn­ing­ar­sögu­legu gildi og út­flutn­ingn­um var frestað á þeim for­send­um. 

Mar­grét seg­ir að efla megi vit­und fólks um menn­ing­ar­sögu­legt gildi gripa sem eru í þess eigu. Að sögn full­trúa breska fyr­ir­tæk­is­ins sem keypti mun­ina í vik­unni benti hann mörg­um á að þeir grip­ir sem þeir væru að reyna að koma í verð myndu glata verðmæt­um sín­um ef þeir yrðu flutt­ir úr landi þar sem verðmæt­in lægju að veru­legu leyti í teng­ingu við sögu Íslands. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert