„Gaman að þessum stjórnmálafræðingum sem fjölmiðlar tala helst við. Þegar stjórnarflokkarnir fá ærlega rassskellingu heitir það ávallt „fjórflokkurinn“. Það var vandamál „fjórflokksins“ þegar margir voru óákveðnir og enginn annar valkostur var kominn fram,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í kvöld.
Hann segir að síðan komi ný framboð á færibandi, óákveðnum fækki engu að síður óverulega en stjórnarflokkarnir fari niður í 20% og vísar þar til skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem birt var í dag.
„Niðurstaðan? Jú, vandamál „fjórflokksins“. Líka eina flokksins sem stóreykur fylgið frá síðustu kosningum. Hvað getur maður sagt... broskall?“ segir Bjarni ennfremur og vísar þar til eigin flokks.
Facebook-síða Bjarna Benediktssonar