Tæplega sjötíu prósent alþingismanna, sveitarstjórnarfulltrúa og framkvæmdastjóra sveitarfélaga telja æskilegt að breyta sveitarfélagaskipan á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir innanríkisráðuneytið.
Niðurstöðurnar voru kynntar á málþingið á Akureyri í dag sem haldið var á vegum innanríkisráðuneytisins og nefndar þess um eflingu sveitarstjórnarstigsins í samvinnu við Háskólann á Akureyri.
Í könnuninni voru alþingismenn, sveitarstjórnarfulltrúar og framkvæmdastjórar sveitarfélaga spurðir um stöðu sveitarstjórnarstigsins, verkefni, skipan, íbúalýðræði og áhrif efnahagshrunsins. Alls var úrtakið 618 manns og fór könnunin fram á liðnu hausti en hliðstæð könnun fór einnig fram árið 2006. Svarhlutfall var 54,4%. Frá þessu er greint á vefsvæði innanríkisráðuneytisins.
Meðal niðurstaðna voru:
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sleit ráðstefnunni og kvaðst ætla að leggja sitt af mörkum til að nýta það starf og tillögur sem nefndin hefði unnið og þakkaði fyrir góða umræðu á málþinginu.