Vilja breyta skipan á höfuðborgarsvæðinu

Breytt sveitarfélagaskipan á höfuðborgarsvæðinu er talin æskileg.
Breytt sveitarfélagaskipan á höfuðborgarsvæðinu er talin æskileg. Morgunblaðið/ÞÖK

Tæplega sjötíu prósent alþingismanna, sveitarstjórnarfulltrúa og framkvæmdastjóra sveitarfélaga telja æskilegt að breyta sveitarfélagaskipan á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir innanríkisráðuneytið.

Niðurstöðurnar voru kynntar á málþingið á Akureyri í dag sem haldið var á vegum innanríkisráðuneytisins og nefndar þess um eflingu sveitarstjórnarstigsins í samvinnu við Háskólann á Akureyri.

Í könnuninni voru alþingismenn, sveitarstjórnarfulltrúar og framkvæmdastjórar sveitarfélaga spurðir um stöðu sveitarstjórnarstigsins, verkefni, skipan, íbúalýðræði og áhrif efnahagshrunsins. Alls var úrtakið 618 manns og fór könnunin fram á liðnu hausti en hliðstæð könnun fór einnig fram árið 2006. Svarhlutfall var 54,4%. Frá þessu er greint á vefsvæði innanríkisráðuneytisins. 

Meðal niðurstaðna voru:

  • 70% telja mjög eða frekar æskilegt að sveitarfélögin taki við fleiri verkefnum frá ríkinu
  • 72% nefna málefni aldraðra, 58% heimahjúkrun og 51% heilsugæslu
  • Álíka margir eru hlynntir því og mótfallnir að ákvæði um lágmarksstærð sveitarfélaga sé í sveitarstjórnarlögum
  • 67% telja æskilegt að breyta sveitarfélagaskipan á höfuðborgarsvæðinu; í fyrri könnun töldu 45% það æskilegt
  • 82% þeirra sem vilja breytingu þar vilja sameina höfuðborgarsvæðið í eitt sveitarfélag
  • 65% aðhyllast að kjósendur komi meira að ákvarðanatöku um mikilvæg mál með íbúakosningum
  • 35% geta hugsað sér að gera niðurstöður íbúaþings bindandi fyrir sveitarstjórnir en 46% eru því mótfallnir

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sleit ráðstefnunni og kvaðst ætla að leggja sitt af mörkum til að nýta það starf og tillögur sem nefndin hefði unnið og þakkaði fyrir góða umræðu á málþinginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert