Væntanlegur hagnaður af gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands sem lífeyrissjóðirnir munu taka þátt í verður notaður til að fjármagna hlut lífeyrissjóðanna í sérstökum vaxtabótum.
Lífeyrissjóðirnir hafa fallist á það með samkomulagi við fjármálaráðherra að bjóða fram allt að 200 milljónir evra í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans á komandi mánuðum og fá greitt fyrir í ríkisbréfum.
Útboðin eru liður í viðleitni Seðlabankans að koma jafnvægi á gjaldeyrismarkaðinn og afnema höft. Gjaldeyrinum verður svo skipt út fyrir aflandskrónur í nýju útboði. Gjaldeyrismuninum verður skilað til ríkissjóð þar sem hann kemur í staðinn fyrir 2,8 milljarða kr. eignarskatt sem leggja átti á lífeyrissjóðina 2011 og 2012.
Í Morgunblaðinu í dag tekur Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, fram að þátttaka í gjaldeyrisútboðunum þurfi að vera á viðskiptagrundvelli, að lífeyrissjóðirnir sjái sér hag í því að taka þátt.