Vildu vera í Póllandi

Pólskir verkamenn á Íslandi.
Pólskir verkamenn á Íslandi. mbl.is/Brynjar Gauti

Góður meirihluti Pólverja sem tóku þátt í viðtalskönnun sumarið 2010, eða sex af hverjum tíu, kvaðst aldrei mundu hafa flutt til Íslands ef sæmandi starf hefði boðist heima fyrir.

Könnunin var gerð af MIRRU, rannsóknarsetri í Reykjavík.

Leiðir könnunin einnig í ljós að tíundi hver þátttakandi hafði lokið meistaranámi í háskóla og samtals um fimmtungur námi í háskóla.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að þátttakendur voru spurðir út í upplifun sína af íslenskum vinnuveitendum og sögðust 56% telja að öðruvísi væri komið fram við sig en heimamenn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert