Börnin uppgötva undraheima Legó

Gríðarleg umferð hefur verið í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar um helgina en þar er sýningin Undraheimar Legó sett upp. Yngstu kynslóðinni gefst þar kostur til að gleyma sér framkvæmdum með fjölmarga Legó-kubba.   

Börnin fá að sýsla með tannhjól, mótora og fleira, og fá aðstoð við að skapa sín eigin módel eða byggja kastala eftir eigin teikningum. Þá má finna þarna slökkviliðsstöð, járnbrautarstöð og fleiri mannvirki úr Legó-kubbum.

Um er að ræða atburð í tengslum við Vetrarhátíð 2012, en henni lýkur í dag. Dagskrá má nálgast á vefsvæði hátíðarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert