54% Íslendinga vilja að Ólafur Ragnar Grímsson gefi aftur kost á sér sem forseti landsins. Þetta sýnir ný könnun sem sagt var frá í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. 46% vilja að hann láti gott heita og hætti í sumar.
Lítill munur er á afstöðu kynjanna en Ólafur á fleiri stuðningsmenn á landsbyggðinni. Þar vilja rúm sextíu prósent að hann bjóði sig aftur fram en í höfuðborginni er hlutfallið 50%.
59% þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára vilja að hann bjóði sig aftur fram en 46% þeirra sem eru eldri en 60 ára.