Nálgast 30.000 undirskriftir

Skorað er á forsetann að gefa áfram kost á sér …
Skorað er á forsetann að gefa áfram kost á sér til embættis. Morgunblaðið/Golli

Undirskriftum fjölgar enn á vefsíðunni Áskorun til forseta þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að gefa áfram kost á sér til embættis í komandi forsetakosningum.

Þegar frétt þessi er rituð hafa ríflega 29.000 manns skráð nafn sitt á heimasíðuna og þannig skorað á forsetann en aðstandendur síðunnar vonuðust eftir um 30-40.000 undirskriftum.

Meðal þeirra sem skora á Ólaf Ragnar eru fyrrverandi ráðherrar, Guðni Ágústsson og Ragnar Arnalds, en einnig hafa Baldur Óskarsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari, og Ásgerður Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, lýst yfir stuðningi sínum.

Undirskriftasöfnuninni lýkur þriðjudaginn 14. febrúar næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert