„Þjóðin valdi okkur“

Blár Ópal í Hörpu í gær. Hljómsveitina skipa þeir Franz …
Blár Ópal í Hörpu í gær. Hljómsveitina skipa þeir Franz Ploder Ottósson, Pétur Finnbogason, Agnar Birgir Gunnarsson og Kristmundur Axel Kristmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þjóðin valdi okk­ur, það er mjög gam­an að vita af öll­um þess­um stuðningi al­menn­ings,“ sagði Franz Ploder Ottós­son, einn fjór­menn­ing­anna í Blá­um ópal, þegar mbl.is hringdi í hann rétt eft­ir að frétt­ir bár­ust um að lagið þeirra, Stattu upp, hefði fengið flest at­kvæði í síma­kosn­ing­unni í Söngv­akeppni Sjón­varps­ins í gær.

„Þetta kem­ur í raun alls ekk­ert á óvart, við höf­um fengið brjálaðan stuðning, þannig að ég bjóst al­veg eins við þessu,“ seg­ir Franz.

- En ertu ekk­ert svekkt­ur að kom­ast ekki út í aðal­keppn­ina?

„Jú, þetta er auðvitað svo­lítið svekkj­andi en ekk­ert hægt að vera pirraður út af því. Þetta hef­ur verið svaka­lega góð og mik­il reynsla fyr­ir okk­ur.“

Blár ópal fór beint úr keppn­inni í Hörpu í gær og spilaði á balli Páls Óskars á Sel­fossi. „Það var mikið stuð og mjög gam­an,“ seg­ir Franz, sátt­ur en þreytt­ur eft­ir átök helgar­inn­ar.

Lagið Stattu upp er eft­ir Ingólf Þór­ar­ins­son, Ingó veðurguð, og Axel Árna­son.

Hljóm­sveit­ina Blá­an ópal skipa þeir Franz Ploder Ottós­son, Pét­ur Finn­boga­son, Agn­ar Birg­ir Gunn­ars­son og Krist­mund­ur Axel Krist­munds­son.  

700 fleiri at­kvæði

Lagið Stattu upp í flutn­ingi stráka­sveit­ar­inn­ar Blás ópals fékk flest at­kvæði í síma­kosn­ingu Söngv­akeppni Sjón­varps­ins í gær­kvöldi. Lagið fékk 700 fleiri at­kvæði en lagið sem vann, Mundu eft­ir mér í flutn­ingi Gretu Salóme og Jónsa í Svört­um föt­um. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um Rík­is­út­varps­ins.

Skýr­ing­in á þessu felst í því að at­kvæði al­menn­ings giltu til jafns við at­kvæði sjö manna dóm­nefnd­ar. Lagið Stattu upp varð í þriðja sæti dóm­nefnd­ar­inn­ar en lagið Mundu eft­ir mér í því fyrsta. Því fór sem fór.

Tæp­lega 80 þúsund at­kvæði voru greidd í síma­kosn­ingu keppn­inn­ar í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert