28% vilja Vaðlaheiðargöng

Vaðlaheiðargöng.
Vaðlaheiðargöng. mbl.is

Um 28 prósent landsmanna vilja að ráðist verði í gerð Vaðlaheiðarganga í ríkistryggðri einkaframkvæmd en 47 prósent eru því andvíg, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2.

Alls sagðist 15,1 prósent mjög fylgjandi því að göngin yrðu gerð í einkaframkvæmd og 13,1 prósent frekar fylgjandi. Um 17,7 prósent sögðust því frekar andvíg og 29,5 prósent voru mjög andvíg hugmyndinni. Nærri fjórðungur, 24,6 prósent, sagðist hvorki fylgjandi né andvígur lagningu ganganna í ríkistryggðri einkaframkvæmd.

Íbúar landsbyggðarinnar eru almennt hlynntari því að ráðist verði í gerð ganganna, samkvæmt frétt Fréttablaðsins í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert