Dreifa peningum í samfélaginu

Í Húnaþingi.
Í Húnaþingi. mbl.is/RAX

Íbúar Húnaþings vestra njóta þess með ýmsum hætti að Landsbankinn hefur fellt niður lán sem sveitarfélagið tók vegna kaupa á stofnfé í sparisjóði sínum fyrir hrun. Peningar eru nú veittir til þarfra verkefna.

Á fundi sveitarstjórnar fyrir skömmu kom fram að niðurfelling lánsins hefur minnkað tjón sveitarfélagsins um 38 milljónir kr. Var búið að greiða hluta af þeirri fjárhæð þannig að sveitarfélagið fær 15 milljónir endurgreiddar.

Að tillögu oddvita samþykkti sveitarstjórn í framhaldinu samhljóða að ráðstafa endurgreiðslunni til ýmissa samfélagsverkefna í ár. Þannig fær grunnskólinn 2 milljónir til að kaupa húsgögn í kennslustofur og leikskólinn sömu fjárhæð til að breyta aðgengi og auka öryggi barna. Íþróttamiðstöðin fær peninga til að kaupa hlaupabretti og tónlistarskólinn hljóðfæri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert