Ekki einfalt að kaupa

Grímsstaðir á Fjöllum.
Grímsstaðir á Fjöllum.

Það gæti reynst flókn­ara en virðist í fyrstu fyr­ir sveit­ar­fé­lagið Norðurþing að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöll­um, með láni frá Huang Nubo, til að end­ur­leigja hon­um. Greint var frá því í síðustu viku, að sá mögu­leiki væri nú kom­inn upp.

Í sveit­ar­stjórn­ar­lög­um nr. 138/​2011 sem tóku gildi nú um ára­mót er í 7. gr. kveðið á um skyldu sveit­ar­fé­laga til að ann­ast lög­bund­in verk­efni og að [inna­rík­is]ráðuneytið muni ár­lega gefa út leiðbein­andi yf­ir­lit yfir lög­mælt verk­efni þeirra. Grein­in er ný­mæli og slíkt rit hef­ur ekki verið gefið út ennþá.

Norðurþing þarf því að hafa í huga hvernig kaup á jörð falla inn í þann lag­aramma sem sveit­ar­fé­lög­um er sett­ur. Þeim er til dæm­is ekki skylt að eiga jarðir. Fjár­fest­ing sem þessi get­ur einnig tal­ist áhættu­fjár­fest­ing og því er sveit­ar­stjórn­inni skv. 66. gr. lag­anna skylt að meta áhrif henn­ar á fjár­hag sveit­ar­fé­lags­ins.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir, að séu lög­in og lög­skýr­ing­ar­gögn skoðuð áfram komi í ljós að heim­ild­ir sveit­ar­fé­laga til að ganga í ábyrgðir fyr­ir lán­um hafi verið þrengd­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert