Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spyr á Facebook-síðu sinni í dag hvort ekki sé tímabært að lækka skattbyrði á eldsneyti og kemur með reikningsdæmi af heimilisbifreið sem ekið er 20 þúsund kílómetra á ári.
„Af eldsneyti á heimilisbíll sem ekinn er 20 þúsund km á ári voru greiddar að meðaltali 139 þúsund krónur í skatta fyrir ári. Núna eru borgaðir 239 þúsund. Er ekki alveg kominn tími til að lækka þessa skattbyrði?,“ segir Tryggvi Þór.
Miðað við tölur Tryggva og forsendur er um að ræða um 58% hækkun eldsneytisskatta á einu ári.
Facebook-síða Tryggva Þórs Herbertssonar