Enn undir eftirliti á gjörgæslu

Frá Þórshöfn á Langanesi
Frá Þórshöfn á Langanesi mbl.is/Líney

Karlmaðurinn sem varð fyrir árás á Þórshöfn seint á föstudag er enn undir eftirliti lækna á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Hann er með alvarlega áverka en að sögn lækningaforstjóra er hann ekki í lífshættu sem stendur. Ástand hans geti þó breyst, og því er fylgst grannt með því.

Árásarmaðurinn, karlmaður á þrítugsaldri, var handtekinn á staðnum og segir lögregla að um hafi verið að ræða uppgjör áratugagamals máls. „Hann var barinn mikið og töluvert skorinn,“ var haft eftir lögreglunni á Húsavík á mbl.is á laugardag. Maðurinn mun þó ekki hafa beitt eggvopni við atlöguna heldur hafi hann skorist nokkuð af völdum glerbrota í átökunum.

Ekki þótti ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir árásarmanninum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert