Fleiri undir áhrifum fíkniefna en áfengis

Lögreglan tekur fleiri fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna en áfengis
Lögreglan tekur fleiri fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna en áfengis Reuters

Um helgina voru sjö ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Sex ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík um helgina. Helgina á undan voru einnig fleiri teknir undir áhrifum fíkniefna en áfengis í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu.

Um helgina voru sjö ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Fjórir þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, tveir í Hafnarfirði og einn í Mosfellsbæ. Þrír voru teknir bæði á laugardag og sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. Þetta voru allt karlar en þeir eru á aldrinum 18-48 ára. Þrír þeirra höfðu jafnframt þegar verið sviptir ökuleyfi.

Sex ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík um helgina. Þrír þeirra voru stöðvaðir á laugardag og þrír sömuleiðis á sunnudag. Þetta voru fjórir karlar á aldrinum 21-50 ára og tvær konur, 33 og 42 ára. Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert