Gagnrýna tilraunaverkefnið

Samningurinn var undirritaður fyrir helgi.
Samningurinn var undirritaður fyrir helgi.

KÍ, BHM og BSRB telja að tilraunaverkefni um þjónustu við atvinnuleitendur feli í sér einkavæðingu á þjónustu við atvinnulausa á ákveðnum hluta landsins og mismunun á grundvelli stéttarfélagsaðildar.

Velferðarráðherra og forystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins gengu frá samkomulagi um þetta verkefni fyrir helgi. Markmið þess er að auka og efla vinnumiðlun, ráðgjöf og þjónustu við atvinnuleitendur. Atvinnuleitendur sem eru félagsmenn þeirra stéttarfélaga sem verkefnið nær til munu eiga rétt á að sækja alla þjónustu til síns félags. Það mun ná til um 25% atvinnuleitenda á landinu. Stefnt er að því að verkefnið hefjist í byrjun maí.

KÍ, BHM og BSRB hafa varað velferðarráðherra við að stíga þetta skref. „Tilraunaverkefnið sem samtökin gagnrýna á sér ekki fordæmi í öðrum löndum og í nágrannalöndum okkar er sá þáttur þjónustu við atvinnulausa sem hér er ætlunin að færa til stéttarfélaga, vinnumiðlunin, á höndum opinberra aðila sem hafa heildaryfirsýn yfir málaflokkinn og allir standa jafnir óháð stéttarfélagi.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert