Hækka aftur verð á bensíni

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Olís hækkaði í dag verð á bensíni um þrjár krónur. Bensínlítrinn hjá fyrirtækinu kostar 251,60 kr. Olíufélögin hækkuðu verð á bensíni í síðustu viku.

Algengt verð á bensínlítra er 248,40 kr. Hjá Shell kostar lítrinn 250,40, en hæst er verðið hjá Olís.

Olís hækkaði einnig verð á dísilolíu, en lítrinn kostar þar 258,10 kr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka