Ragnar Önundarson: Geir verður sýknaður

Ragnar Önundarson
Ragnar Önundarson

„Ísland varð fyrst landa til að verða illa úti í heimskreppunni sem nú varir. Samt er landið nú, aðeins rúmum þremur árum síðar, tekið sem dæmi um hvernig unnt er að takast á við fjármálaáfall án þess að innviðir og velferð fari úr öllum skorðum,“ segir Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur í grein í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að haustið 2008 hafi hópur manna í stjórnkerfinu gengið fumlaust til verks og vissulega á elleftu stundu eins og Ragnar orðar það og að lykilatriðin í viðbrögðum Íslands við áfallinu hafi verið í sex liðum.

Í grein sinni segir Ragnar Önundarson m.a.: „Samfylkingin, sem átti aðild að stjórn þegar hrunið bar að, reif klæði sín og sviðsetti leikrit til að koma sínum mönnum undan. Einn maður var skilinn eftir sem fórnarlamb á altari stjórnmálanna, af því að lýðurinn vildi sjá blóð. Fáeinir pólitíkusar ákváðu að misnota dómstól sér til framdráttar. Þeir sem vinna svona eru útbrunnir í starfi og eiga að snúa sér að öðru.“

Grein Ragnars má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert