Slímseta ríkisstjórnarinnar á óvenju háu stigi

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ríkisstjórnin þorir ekki að deyja. Þess vegna er hún þarna á sínum pólitíska grafarbakka og vonast til að tolla þar eitthvað áfram,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á heimasíðu sinni í dag og segir það helstu ástæðuna fyrir því að ríkisstjórnin sitji áfram þrátt fyrir mikla erfiðleika og lítið fylgi.

Einar segir að önnur ástæða sé sú að ríkisstjórnarflokkarnir vilji halda í völdin í lengstu lög. „Það er þessi hefðbundna sem allir vita. Löngunin í völdin og þráin eftir því að sitja slímusetur á valdastólunum. Þetta er svo sem ekki nýtt heilkenni í stjórnmálum, en á óvenju háu stigi að þessu sinni.“

Þá vilji stjórnarflokkarnir koma í veg fyrir að stjórnarandstöðuflokkarnir komist til valda auk þess sem þeir glími við mikla erfiðleika innan eigin raða. Vinstrihreyfingin - grænt framboð sé í raun tveir þingflokkar. Annar telji níu þingmenn og lúti forystu Steingríms J. Sigfússonar, formanns flokksins, en hinn þrjá þingmenn og fylgi Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra.

„Vandinn við svo veika ríkisstjórn er auðvitað margþættur. En mesta hættan er örvæntingin sem getur gripið flokkana við svona aðstæður. Og við sjáum ýmis merki um að slíkar örvæntingaraðgerðir kunni að líta dagsins ljós,“ segir Einar ennfremur.

Heimasíða Einars K. Guðfinnssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert