Stjórnendur lífeyrissjóða ómaklega gagnrýndir

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Eggert Jóhannesson

Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, seg­ist ósátt­ur við um­fjöll­un fjöl­miðla um ný­út­gefna skýrslu út­tekt­ar­nefnd­ar Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða. „Umræðan um hana hef­ur verið mjög öfga­kennd og æsifrétta­leg og mér hef­ur fund­ist vanta meira jafn­vægi,“ seg­ir Gylfi.

„Það er mjög tíðrætt um ábyrgð stjórn­ar­manna og látið að því liggja að stjórn­ar­menn líf­eyr­is­sjóðanna áttu öll­um öðrum frem­ur að vita hvað var að ger­ast hérna, á sama tíma og Seðlabanki, Fjár­mála­eft­ir­lit, alþjóðastofn­an­ir, mats­fyr­ir­tæki og hvaðeina gáfu þessu öllu sam­an grænt ljós,“ seg­ir Gylfi og bæt­ir við að ekki nema um þriðjung­ur stjórn­ar­manna í dag hafi verið í stjórn fyr­ir þrem­ur árum. „Ímynd­in sem er dreg­in upp og hamrað á er að þetta sé lokaður hóp­ur sem geri ekk­ert og það á ekki við nein rök að styðjast. Það er tals­verð hreyf­ing á fólki enda há­marks­ára­fjöldi sem fólk má sitja í stjórn.“

Að hans mati hafa stjórn­ar­menn og stjórn­end­ur líf­eyr­is­sjóðanna verið ómak­lega gagn­rýnd­ir. „Það er hamrað á því í frétt­um og spjallþátt­um að í stjórn­um líf­eyr­is­sjóðanna sé ein­hver spill­ing­ar­starf­semi. Síðan er eins og þeim, sem þar starfa, beri að sanna að svo sé ekki. Þeir sem eru með ásak­an­irn­ar þurfa ekki að leggja neitt fram um það á hverju þær eru byggðar. Þeir leiða lík­um að því og segja „það hlýt­ur bara að vera“. Það er merki­legt að þjóf­kenna fólk „af því það hlýt­ur bara að vera“. Það hef­ur ekk­ert komið fram sem styður að stjórn­ir eða stjórn­end­ur líf­eyr­is­sjóða hafi gerst sek­ir um slíka hátt­semi.“

 Gylfi rit­ar ít­ar­leg­an pist­il á heimasíðu ASÍ um málið og hann má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka