Vilja breytingar á prófdagsetningum

Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri Flóahrepps.
Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri Flóahrepps.

Fræðslunefnd og sveitarstjórn Flóahrepps hefur gert formlega athugasemdir við það í menntamálaráðuneytinu að dagsetningar samræmdra prófa í 4., 7. og 10. bekkja haustið 2012 stangast á við göngur og réttir hjá nemendum í mörgum sveitarfélögum landsins. 

Óskað er eftir því að þessar dagsetningar séu teknar til endurskoðunar. Prófin eiga að vera 17., 18. og 19. september í 10. bekk og 20. og 21. september í 4. og 7. bekk, að því er segir í frétt dfs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert