Forseti ætti að rassskella Steingrím

Gunnar Bragi Sveinsson
Gunnar Bragi Sveinsson Ómar Óskarsson

Þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks fór fram á það við for­seta Alþing­is við umræðu um störf þings­ins í dag, að hann tæki Stein­grím J. Sig­fús­son, formann Vinstri-grænna, á kné sér og rass­skellti hann fyr­ir það að segja þing­manni að þegja á þing­fundi í gær. 

Gunn­ar Bragi Sveins­son þing­flokks­formaður sagði Stein­grím hafa farið yfir öll vel­sæm­is­mörk í gær þegar hann sagði Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­manni Fram­sókn­ar­flokks, að þegja þegar hann steig úr ræðustóli. Hann sagði ýmis orð hafa verið lát­in falla í þingsal en nýtt væri að mönn­um væri sagt að þegja, sem hann sagði vera hneyksli.

Hann velti því fyr­ir sér hvort Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, for­seti þings­ins, þyrfti ekki að grípa inn í og ræða við ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar um það hvernig þeim bæri að haga sér og koma fram við þingið og þing­menn. Þá sagði hann að Ásta ætti að taka Stein­grím sér á kné og rass­skella hann fyr­ir fram­kom­una.

Steingrímur J. Sigfússon
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son Sig­ur­geir Sig­urðsson
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert