Í dag funda Ísland, Færeyjar, Noregur, ESB og Rússland um stjórn makrílveiða í Norðaustur-Atlantshafi og skiptingu hlutar þeirra á milli, segir Friðrik J. Arngrímsson, frkvstj. LÍÚ, í grein í Morgunblaðinu í dag.
Þar segir hann m.a. að göngur makríls í íslensku efnahagslögsöguna hafi aukist verulega á seinnihluta síðasta áratugar og skipti makríllinn æ meira máli fyrir efnahag Íslendinga.
„Á síðasta ári var makríllinn sú fisktegund sem skilaði okkur næstmestu útflutningsverðmæti, aðeins þorskurinn skilaði meiru. Það er því mikilvægt fyrir okkur að heildarstjórn náist á makrílveiðunum og að þær verði sjálfbærar,“ segir Friðrik m.a. í grein sinni sem lesa má í heild í Morgunblaðinu í dag.